Skilmálar
Upplýsingar um seljanda
Seljandi er TeamX ehf. kennitala 410218-1190, VSK númer 131045.
Fyrirtækið sérhæfir sig í smásölu á íþrótta-, útivistar- og tómstundabúnaði.
Verð
Vinsamlegast athugið að allt verð, birgðastaða, litir, stærðir og aukahlutir birtast með fyrirvara um innsláttarvillur, og geta því breyst. Team X ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Allt verð í netversluninni er í íslenskum krónum og með VSK. Haft er samband við kaupanda ef tiltekin vara er ekki til og boðin endurgreiðsla eða sambærileg vara.
Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa og Mastercard. TeamX ehf. notar greiðslugátt frá XXX. Einnig er hægt að staðgreiða með eða millifærslu beint inn á reikning okkar:
TeamX ehf.
Kt: 410218-1190
Rn: 0322-26-004011
Vinsamlegast setjið pöntunarnúmer með í skýringu. Þegar greiðsla hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst með staðfestingu á pöntun.
Afgreiðslutími og afhendingarmáti
Afgreiðslufrestur lagervöru er venjulega 1-4 sólarhringar frá því að pöntun er gerð þar til vara er afhent eða póstlögð. Kaupandi velur afhendingarmáta við pöntun þannig að vara er ýmist sótt eða send. Vörur eru sendar til kaupenda með Póstinum, eða sóttar til okkar í Garðabæ.
Sérpantanir
Við bjóðum upp á sérpantanir þegar ekki er um að ræða lagervöru. Fyrirspurninr varðandi sérpantanir skal senda á teamx@teamx.is. Afhendingartími sérpantana er venjulega 4-8 vikur. Farið er fram á 50% innborgun þegar varan er pöntuð og afgangurinn greiddur þegar varan er afhent. Ekki er hægt að skila sérpöntunum.
Ábyrgð
Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiddum 4iiii vörum í tvö ár. Ábyrgð gildir einungis fyrir upphaflegann kaupanda vörunnar.
Ef vara telst gölluð mun Team X sækja ábyrgðina út og laga eða skipta út viðkomandi vöru. Athugið að ábyrgð nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða litatapi/upplitun sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.
Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarmál og þær eingöngu nýttar til að klára viðskipti. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.
Neytendalög
Viðskiptavinur getur hætt við kaup á vörunni frá því pöntun er gerð og getur auk þess skilað henni innan 14 daga frá því að varan er afhent. Einungis er tekið við skilavöru ef varan er ónotuð í heilum pakkningum og með öllum merkjum. Varan er endurgreidd innan 30 daga eftir að henni er skilað. Endursending vöru utan af landi er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema ef um gallaða vöru er að ræða.
Samkvæmt verklagsreglum neytendastofu fellur skilaréttur úr gildi ef vara hefur með breytingum verið sérstaklega sniðin að þörfum kaupanda.
Ef afhending vörunnar tekst ekki vegna atvika sem varða kaupanda þá mun seljandi geyma vöruna á lager í 2 vikur frá því að reynt var að afhenda vöruna í byrjun. Að tveimur viknum liðnum hefur seljandi heimild til að rifta samningnum án frekari fyrirvara og endurgreiða kaupanda kaupverðið.
Um kaup vara í gegnum vefsíðuna www.teamx.is gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt. Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð hefur verið greitt að fullu. Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Skilmálar þessir gilda frá 18. júní 2018.
Hafir þú fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband.
Upplýsingar um seljanda:
Teamx ehf.
410218-1190
Breiðakur 19
210 Garðabær
Sími: 898-3881 / 824-5352
teamx@teamx.is
VSK númer: 131045